27. mars 2015

Makeup Geek Augnskuggar !!

Z-palettan fæst á sömu síðu og augnskuggarnir
Ætlaði að vera löngu búin að gera færslu um þessa augnskugga, en gleymdi því alltaf. Betra seint en aldrei segi ég alltaf.
En semsagt þetta eru augnskuggar frá merkinu Makeup Geek og þeir eru mínir uppáhalds augnskuggar. Ég pantaði þá af Makeup geek síðunni í ágúst minnir mig og kostar stk. 5,99$ ef þú færð þá bara í lausu, semsagt bara í pönnunni ekki með umbúðum. Ég geymi mína augnskugga í Z-Palettu sem ég keypti líka af makupgeek síðunni. Virkilega góð paletta og augnskuggarnir sitja alveg fastir í henni.
Allir augnskuggarnir eru fáránlega pigmentaðir og rosa þæginlegt að blanda með þeim. Mæli eindregið með að panta sér nokkra, sjálf mun ég líklegast panta mér nokkra í viðbót í sumar.
E.R; Peach Smoothie, Cupcake, Mango Tango, Dirty Martiny, Envy
M.R; Chickadee, Frappé, Razzleberry, Mocha, Mermaid
N.R; Preppy, Latte, Country Girl, Burlesque, Corrupt 
Mínir uppáhalds, Efst vinstri er Preppy, hliðiná honum er Frappé og neðst er Corrupt

XStefanía

23. desember 2014

Jólaneglur

Langt síðan ég bloggaði síðast, úps.
En í gær eyddi ég smá tíma í að naglalakka mig og útkoman var svona rosa jólaleg og flott að ég ákvað að deila henni hérna.

Ljósbleiki grunnliturinn er Essie Ballet Slippers og Glimmerið sem ég setti á endana á nöglunum er OPI Pink yet lavender

Jólaneglurnar í ár
OPI - pink yet lavender og Essie Ballet Slippers

XStefanía


15. september 2014

CLINIQUE Super Rescue antioxidant night moisturizer


Úff ég hef svo mikið að segja um þetta rakakrem, það er algjört æði og algjör bjargvættur. Smá Saga; málið er að ég var úti á Spáni núna í byrjun ágúst og brann aðeins í framan. Alltílagi með það en um leið og andlitið fór að jafna sig þá allstaðar þar sem ég brann var húðin mín ótrúlega þurr og ándjóks eins og sandpappír. Ekkert sem ég hafði með mér dugaði til að laga þessa þurru bletti og það versta var að meik sat bara ekki vel á húðinni heldur svo ég gat ekki einu sinni reynt að fela þetta. Ég var alveg að fríka út því húðin mín er vanalega mjööög oily og ég skildi bara ekkert hvað var að gerast og  kunni bara ekkert að laga þetta.

Þessvegna kom að því að ég hljóp úti apótek (okei lets be real ég hljóp ekki) og skoðaði CLINIQUE úrvalið sem var í boði í leit að kremi sem gæti lagað öll mín vandamál. Þetta rakakrem höfðaði sérstaklega til mín því ég vissi að clinique væri merki sem ég gæti treyst, því þetta merki er all about simple og er ekki með neitt drasl í vörunum sínum heldur. Þetta rakakrem er fyrir dry combination húð en er einnig fáanlegt í dry, normal og olíu húð útgáfu. Þannig allar húð týpur geta notað það.

En semsagt já það sem ég var að segja BJARGVÆTTUR ! Þetta krem gerði húðina mína silkimjúka og tók alla þurrkublettina á sólarhring í kid you not. Tvær umferðir af þessu og sandpappírinn framan í mér var horfinn. Hversu geggjað? Ef þú ert að kljást við þurra húð og ekkert hefur virkað þá mæli ég eindregið með CLINIQUE Super Rescue antioxidant night moisturizer.

XStefanía

10. september 2014

Græn Kvöldförðun !

Þetta er förðun sem ég gerði á vinkonu mína í síðustu viku. Þetta er bara basic brúnt smokey nema ég gerði augnlokið dökk grænt. 
Í þessa augnförðun notaði ég bæði Sigma bursta og Real techniques bursta

Augnskuggarnir sem ég notaði í creasið í röð frá ljósasta til dekksta:
MAC Bamboo
Inglot nr. 357
MAC Courduroy
Inglot nr. 326
Inglot nr. 291

Fyrir græna litinn þá setti ég fyrst Inglot nr. 414 og svo setti ég ljósari grænan yfir. Ljósgræni augnskugginn sem ég notaði var úr Rio Rio pallettunni frá Sleek og heitir Caipirinha

Seinast en ekki síst gerði ég winged liner er með Catrice liquid liner í dating joe black

XStefanía