15. júní 2014

AFMÆLISHELGIN

Við systur fórum á Kopar í tilefni dagsins

Besta afmæliskaka í heiminum

Afmæliskjóllinn og kórónan frá Sóley
Hérna eru nokkrar myndir frá helginni, en ég varð 19 ára 12.júní. Sjálfur afmælisdagurinn var geðveikur, við fjölskyldan fórum út að borða á Kopar og svo í bíó á the Fault in our stars.
Svo var auðvitað haldið uppá afmælið með smá partí á föstudeginum sem var rosa gaman.

xStefanía

10. júní 2014

INGLOT AUGNSKUGGAR



Inglot augnskuggarnir eru klárlega að mínu mati með þeim betri sem hægt er að fá á Íslandi.  Þeir eru mun ódýrari en MAC og mér finnst þeir jafngóðir ef ekki betri.

Inglot augnskuggakerfið, the Freedom system, virkar þannig að þú getur valið stærð á pallettu (1,2,3,4,5 eða 10 augnskuggar) og svo getur þú valið augnskuggana sem þú vilt setja í þína pallettu. Augnskuggarnir þeirra koma í ótal litum og áferðum. Bókað eitthvað fyrir alla.

Nýlega þá fór systir mín til Póllands og hún keypti fyrir mig 13 nýja liti, í viðbót við þá 8 sem ég átti nú þegar, ásamt þremur 10 augnskugga pallettum. Inglot er pólskt merki og því ódýrast þar að versla þar, en ég fékk augnskuggan á um 900kr.

Eini gallinn að mínu mati er að augnskuggarnir hafa ekki nöfn, heldur tölur og því mjög erfitt að muna hvaða liti þú átt. Sérstaklega þar sem talan stendur einungis aftan á augnskugganum, og þegar hann er kominn í pallettuna þá er tregt að koma honum út.  Þess vegna mæli ég með að skrifa niður hvaða augnskugga þú átt áður en þú setur hann í pallettuna, sérstaklega ef þú ætlar þér að kaupa fleiri augnskugga svo þú sért ekki að kaupa sama litinn tvisvar. Því ég er klárlega sek þegar það kemur að því.

Þetta eru augnskuggarnir sem ég á:

Efri Röð : 395 170r 357 326 291
Neðri Röð : 397 154 145 409 326
Efri Röð : 383 362 371
Neðri Röð : 323 282 320 325
Efri Röð: 439 483
Neðri Röð : 450 414
Eins og þú sérð þá eru nokkur pláss laus í mínum pallettum því ég geri ráð fyrir að kaupa mér fleiri liti, helst í gær.

Eitt annað gott við Inglot er að augnskuggarnir þeirra eru Paraben-fríir og það er ekki prófað vörurnar þeirra á dýrum.

Þannig ég get auðveldlega sagt að ég mæli með þesssum augnskuggum, ég elska mínar pallettur allavegana útúr lífinu

xStefanía

4. júní 2014

Kósí Kvöld

The Body Shop - Cranberry Joy Bubble Bath

Eftir langan vinnudag er stundum nauðsynlegt að slaka aðeins á. Ég fór í froðubað með Cranberry lykt frá Body Shop sem var æði.
Hvað gerir þú til að slaka á eftir vinnu ?

xStefanía


3. júní 2014

BLOGLOVIN

Sæl veriði
Ég var að skrá mig á Bloglovin og þú getur fylgst með mér þar


xSTEFANÍA

2. júní 2014

MILANI Varalitir

MILANI Color Statement Lipstick
Nýlega bættust 4 nýjir varalitir í safnið frá ameríska merkinu MILANI.  Ég pantaði þá af vefsíðunni Cherry Coulture um daginn og hef verið ástfanginn af þeim síðan.
Þessir Varalitir eru gjörsamlega geðveikir og virkilega ódýrir, stk kostar einungis $5.50
Litirnir sem ég keypti

26 Nude Créme er geðveikur Brúnn Nude litur með smá bleikum undirtóni. Hann er fullkominn því hann er ekki of ljós en alls ekki of dökkur heldur

17 Plumrose er uppáhaldið mitt.  Hann er eins og nafnið gefur til kynna bleikur með plum-undirtóni. Hann er rosalega líkur MAC Plumful, bara aðeins dekkri

11 Fruit Punch er ljós bleikur og fínn

20 Uptown Mauve er dökk fjólublár/bleikur. Svakalega flottur og minnir á MAC Rebel




SUMAR NEGLUR

Fjólublár: You're such a Budapest Gulur:OPI Need Sunglasses? HVÍTUR: ModelsOwn Snow White

Þar sem sólin hefur látið sjá sig seinustu daga tók ég mig til og naglalakkaði mig svona fínt. Ég notaði dotting tool til að búa til blómin og tók það ekkert of langan tíma. Er rosa ánægð með útkomuna.

X STEFANÍA