10. júní 2014

INGLOT AUGNSKUGGAR



Inglot augnskuggarnir eru klárlega að mínu mati með þeim betri sem hægt er að fá á Íslandi.  Þeir eru mun ódýrari en MAC og mér finnst þeir jafngóðir ef ekki betri.

Inglot augnskuggakerfið, the Freedom system, virkar þannig að þú getur valið stærð á pallettu (1,2,3,4,5 eða 10 augnskuggar) og svo getur þú valið augnskuggana sem þú vilt setja í þína pallettu. Augnskuggarnir þeirra koma í ótal litum og áferðum. Bókað eitthvað fyrir alla.

Nýlega þá fór systir mín til Póllands og hún keypti fyrir mig 13 nýja liti, í viðbót við þá 8 sem ég átti nú þegar, ásamt þremur 10 augnskugga pallettum. Inglot er pólskt merki og því ódýrast þar að versla þar, en ég fékk augnskuggan á um 900kr.

Eini gallinn að mínu mati er að augnskuggarnir hafa ekki nöfn, heldur tölur og því mjög erfitt að muna hvaða liti þú átt. Sérstaklega þar sem talan stendur einungis aftan á augnskugganum, og þegar hann er kominn í pallettuna þá er tregt að koma honum út.  Þess vegna mæli ég með að skrifa niður hvaða augnskugga þú átt áður en þú setur hann í pallettuna, sérstaklega ef þú ætlar þér að kaupa fleiri augnskugga svo þú sért ekki að kaupa sama litinn tvisvar. Því ég er klárlega sek þegar það kemur að því.

Þetta eru augnskuggarnir sem ég á:

Efri Röð : 395 170r 357 326 291
Neðri Röð : 397 154 145 409 326
Efri Röð : 383 362 371
Neðri Röð : 323 282 320 325
Efri Röð: 439 483
Neðri Röð : 450 414
Eins og þú sérð þá eru nokkur pláss laus í mínum pallettum því ég geri ráð fyrir að kaupa mér fleiri liti, helst í gær.

Eitt annað gott við Inglot er að augnskuggarnir þeirra eru Paraben-fríir og það er ekki prófað vörurnar þeirra á dýrum.

Þannig ég get auðveldlega sagt að ég mæli með þesssum augnskuggum, ég elska mínar pallettur allavegana útúr lífinu

xStefanía

Engin ummæli:

Skrifa ummæli