23. desember 2014

Jólaneglur

Langt síðan ég bloggaði síðast, úps.
En í gær eyddi ég smá tíma í að naglalakka mig og útkoman var svona rosa jólaleg og flott að ég ákvað að deila henni hérna.

Ljósbleiki grunnliturinn er Essie Ballet Slippers og Glimmerið sem ég setti á endana á nöglunum er OPI Pink yet lavender

Jólaneglurnar í ár
OPI - pink yet lavender og Essie Ballet Slippers

XStefanía


15. september 2014

CLINIQUE Super Rescue antioxidant night moisturizer


Úff ég hef svo mikið að segja um þetta rakakrem, það er algjört æði og algjör bjargvættur. Smá Saga; málið er að ég var úti á Spáni núna í byrjun ágúst og brann aðeins í framan. Alltílagi með það en um leið og andlitið fór að jafna sig þá allstaðar þar sem ég brann var húðin mín ótrúlega þurr og ándjóks eins og sandpappír. Ekkert sem ég hafði með mér dugaði til að laga þessa þurru bletti og það versta var að meik sat bara ekki vel á húðinni heldur svo ég gat ekki einu sinni reynt að fela þetta. Ég var alveg að fríka út því húðin mín er vanalega mjööög oily og ég skildi bara ekkert hvað var að gerast og  kunni bara ekkert að laga þetta.

Þessvegna kom að því að ég hljóp úti apótek (okei lets be real ég hljóp ekki) og skoðaði CLINIQUE úrvalið sem var í boði í leit að kremi sem gæti lagað öll mín vandamál. Þetta rakakrem höfðaði sérstaklega til mín því ég vissi að clinique væri merki sem ég gæti treyst, því þetta merki er all about simple og er ekki með neitt drasl í vörunum sínum heldur. Þetta rakakrem er fyrir dry combination húð en er einnig fáanlegt í dry, normal og olíu húð útgáfu. Þannig allar húð týpur geta notað það.

En semsagt já það sem ég var að segja BJARGVÆTTUR ! Þetta krem gerði húðina mína silkimjúka og tók alla þurrkublettina á sólarhring í kid you not. Tvær umferðir af þessu og sandpappírinn framan í mér var horfinn. Hversu geggjað? Ef þú ert að kljást við þurra húð og ekkert hefur virkað þá mæli ég eindregið með CLINIQUE Super Rescue antioxidant night moisturizer.

XStefanía

10. september 2014

Græn Kvöldförðun !

Þetta er förðun sem ég gerði á vinkonu mína í síðustu viku. Þetta er bara basic brúnt smokey nema ég gerði augnlokið dökk grænt. 
Í þessa augnförðun notaði ég bæði Sigma bursta og Real techniques bursta

Augnskuggarnir sem ég notaði í creasið í röð frá ljósasta til dekksta:
MAC Bamboo
Inglot nr. 357
MAC Courduroy
Inglot nr. 326
Inglot nr. 291

Fyrir græna litinn þá setti ég fyrst Inglot nr. 414 og svo setti ég ljósari grænan yfir. Ljósgræni augnskugginn sem ég notaði var úr Rio Rio pallettunni frá Sleek og heitir Caipirinha

Seinast en ekki síst gerði ég winged liner er með Catrice liquid liner í dating joe black

XStefanía

25. ágúst 2014

new in: MAC MINI PIGMENT

Vanilla, Blue Brown, Melon, Naked og Rose

Vá ég segi það nú bara sjálf ég átti alls ekki að vera kaupa mér 5 pigment, en ég bara varð. Sá þessi litlu kríli í MAC á Mallorca á bara 10 evrur stykkið. Ég veit bara næstum gefins.
Pigment frá MAC eru lausir augnskuggar sem eru mjög pigmented og innihalda efni sem hjálpar augnskugganum að haldast betur á húðinni. Þú getur bæði notað þá til að fá léttan lit yfir augnlokið eða byggt litinn upp fyrir ákafara útlit. Þeir eru silki mjúkir, mjög auðveldir til að blenda og allt í allt rosa góðir augnskuggar. 

Eins og ég sagði þá keypti ég mér 5 liti og svona er hvernig MAC lýsir þeim litum sem ég keypti mér;

Vanilla : Soft Ivory White
Naked : Fleshy Beige with Pearl
Rose : Rose with Copper sparkle
Melon : Soft bright golden peach
Blue Brown : Brown with blue/green pearl


 Þessar tvær myndir hér fyrir ofan eru af Rose, Blue Brown og Melon, nema eins og þú sérð þá er mikill munur á litunum á báðum myndunum. Það er afþví að þessir litir hafa duocrome þannig þeir virðast breytast um lit eftir hvernig þú horfir á þá. Þessir þrír litir eru crazy flottir. Blue Brown er ándjóks bara með því fallegra sem ég hef séð. Ef þú ætlaðir að kaupa þér eitt pigment þá mæli ég fyrst með honum.

Þessir tveir eru svona minna spennandi til að horfa á en Naked er ótrúlega fallegur á augnlokinu, litlu glimmerin sem eru í þessum lit sjást varla á myndinni en þau eru einmitt það sem gerir þann lit svo geggjaðan. Vanilla er einnig fullkominn highlighter litur. Bæði fyrir augnkrókinn, brow bone og líka sem highlighter á kinnbeinin.

Hvaða lit langar þér í ?

XSTEFANÍA

5. ágúst 2014

RÁÐ FYRIR GÓÐA HÚÐ

Sæl veriði, ég hef safnað að mér helling af litlum ráðum sem mér finnst að allir ættu og geta aðlagað að sinni rútínu. Sjálf fylgi ég þessum ráðum og hefur húðin mín orðin miklu betri. Ég er ekki snyrtifræðingur og veit klárlega ekki allt, en þessi ráð hafa öll virkað vel fyrir mig og langaði mig bara að deila þeim með umheiminum.


  • Það er ótrúlega mikilvægt að hreinsa allt framanúr þér á kvöldin. Það er ótrúlega vont fyrir húðina ef þú ferð að sofa með allt makeup-ið ennþá framan í þér. 
  • Það er eftilvill enn mikilvægara að þrífa andlitið líka á morgnana. Það er ekki nóg að nota bara vatn. Hrein húð er besti grunnurinn sem þú getur haft fyrir það sem þú setur ofan á, eins og meik.
  • Sama hvernig húðhreinsi þú ert að nota, þá virkar hann best ef þú setur hann beint á þurra húð. Ekki bleyta hana fyrst, sama hvað stendur á umbúðunum. Bættu við vatni eftir að þú ert búin að nudda hreinsinum yfir andlitið til að leysa hann aðeins upp. Pældu aðeins í því, hefurðu einhverntíman farið í húðhreinsun á snyrtistofu þar sem snyrtifræðinguinn hefur bleytt á þér andlitið áður en hún hreinsaði húðina... hélt ekki.
  • Ekki kaupa húðvöru sem á umbúðunum stendur "Foaming". Til þess að húðhreinsir freyði upp þá þarf yfirborðsvirkja/surfactant - og yfirborðsvirkjar gera húðina alkaline. Auðveldasta útskýringin mín á þessu að það er eins og húðin sé núll-stillt og núll-stillt húð hefur engar varnir fyrir bakteríum. Sem gerir það að verkum að bólur fá betra umhverfi til að slá rótum og dreifa sér á húðinni. Það allra versta við þetta er að húðhreinsar sem eiga að vera fyrir bóluhúð eru oftast freyðandi sem er það versta sem bóluhúð getur notað. EKKI nota freyðandi húðhreinsa, bara aldrei.
  • Alkóhól er stórt nei þegar það kemur að húðvörum in general. Alltaf þegar þú ert að kaupa húðvörur þá er mikilvægt að lesa innihaldið. Ef það stendur Alcohol Denat, Cetyl Alcohol eða Ethanol þá skaltu forðast þær vörur. Sama hvað umbúðirnar segja, ef það er alkóhól í vörunni þá er hún ekki að fara gera neitt gott fyrir húðina. Alkóhól eins og ég útskýrði áðan núll-stillir húðina. Húðinn líður oft mjög vel eftir að hafa verið þvegin með Alkóhól hreinsi, sérstaklega olíuhúð því húðinni líður eins og hún sé svo hrein. Sem hún er, ená ður en þú veist af er hún öll uppþurkuð og í bólum því Alkóhól er vont fyrir hana.
  • Ef þú notar sólarvörn (SPF) eða meik með sólarvörn þá þarftu að hreinsa andlitið tvisvar, einu sinni er ekki nóg til að fjarlægja sólarvörnina. Helling af fólki notar ekki andlitssólarvörn því þau halda því fram að hún valdi bólum, en það gerist bara afþví sólarvörnin er ekki almennilega þrifin af. Sólarvörn er hönnuð til að sitja lengi á húðinni. Taktu þér tíma til að taka hana alveg af.
  • Notaðu vatn og þvottapoka til að taka húðhreinsinn af. Ekki nota bara bómull. Þvottapokinn nær öllu af og hann virkar einnig eins og léttur skrúbbur.
  • Ekki drekka of mikið áfengi. Áfengi er rosalega vatnslosandi og að mestu leiti sykur. Þetta þurrkar húðina alveg upp sem fær hana til að blossa upp í bólum. Þetta á sérstaklega við um Breezer og svoleiðis drykki.
  • Flestar olíur eru góðar fyrir húðina, en ekki Mineral Olía. Mineral Olía virkar þannig að hún situr ofan á húðini eins og plastfilma og kemur í veg fyrir að allt annað sem er sett ofan á hana komist að. Svo ef það er mineral olía í rakakremi þá komast efnin sem veita rakann ekki að því olían stoppar þau. Alltaf þegar þú kaupir húðsnyrtivörur þá er nauðsyn að kíkja á innihaldslistann og ef þú sérð Mineral Olíu, slepptu að kaupa sama þó kremið sé Esteé Lauder. Mineral Olía er stórt NEI.
  • Acids eða sýrur eru góðar til að hjálpa húðinni að endurnýja sig og losa hana við bólur. Góðar sýrur eru Salasylic, Lactic og Glycolic sýrur.
  • Ekki nota þessi Blackhead removing Strips. Þau rífa húðina ég endurtek RÍFA húðina. Á svæði sem er nú þegar viðkvæmt af bólum þá villtu ekki búa til sár. Bakterían nær þá bara að dreifa sér ennfrekar og þú færð fleiri bólur. 

Takk fyrir að lesa þessa ritgerð hjá mér, ef þér langar að vita meira um eitthvað sérstak endilega skildu eftir komment og ég get farið í meira detail um það atriði.

XSTEFANÍA

24. júlí 2014

BRÚÐKAUPSFÖRÐUN




Hérna eru nokkrar myndir af förðun sem ég gerði á vinkonu mína fyrir brúðkaup seinustu helgi. Ég er rosa ánægð með útkomuna.

Augnskuggarnir sem ég notaði í creasið voru:
MAC Bamboo
Inglot 170r
Inglot 357
MAC Corduroy

Augnlok :
Inglot 154 blandað með Makeup store mixing liquid til að fá flottari áferð

Eyeliner :
NYX slide on glide on eyeliner í litinum Brown og MAC Corduroy

xSTEFANÍA

9. júlí 2014

new in:HEROINE

MAC Heroine
Heroine frá MAC hefur í mjög langan tíma verið á óskalistanum mínum.  Mig hefur langað í hann síðan ég sá hann fyrst í myndbandi frá Pixiwoo á youtube fyrir nákvæmlega ári uppá daginn.  Ándjóks. Hann kom út í Limited Edition línu sem hét Fashion Sets, en hann var uppseldur áður en ég náði að næla mér í hann fyrir ári.  Ég hef samtals leitað af honum í þrem löndum en hann var aldrei til, fyrr en í dag.  En MAC kringlunni fékk hann í fyrsta skiptið í dag síðan Fashion Sets línan kom út.
Held að ég sé góð í varalitakaupum í dáldin tíma. Lýg því ekki að ég hef keypt svona 5 varaliti seinasta mánuðinn svo það er kannski kominn tími til að slaka á (samt ekki).

Horfðu á myndbandið sem ég talaði um hér
Naglalakkið sem ég er með á myndinni er Essie Ballet Slippers

xStefanía

15. júní 2014

AFMÆLISHELGIN

Við systur fórum á Kopar í tilefni dagsins

Besta afmæliskaka í heiminum

Afmæliskjóllinn og kórónan frá Sóley
Hérna eru nokkrar myndir frá helginni, en ég varð 19 ára 12.júní. Sjálfur afmælisdagurinn var geðveikur, við fjölskyldan fórum út að borða á Kopar og svo í bíó á the Fault in our stars.
Svo var auðvitað haldið uppá afmælið með smá partí á föstudeginum sem var rosa gaman.

xStefanía

10. júní 2014

INGLOT AUGNSKUGGAR



Inglot augnskuggarnir eru klárlega að mínu mati með þeim betri sem hægt er að fá á Íslandi.  Þeir eru mun ódýrari en MAC og mér finnst þeir jafngóðir ef ekki betri.

Inglot augnskuggakerfið, the Freedom system, virkar þannig að þú getur valið stærð á pallettu (1,2,3,4,5 eða 10 augnskuggar) og svo getur þú valið augnskuggana sem þú vilt setja í þína pallettu. Augnskuggarnir þeirra koma í ótal litum og áferðum. Bókað eitthvað fyrir alla.

Nýlega þá fór systir mín til Póllands og hún keypti fyrir mig 13 nýja liti, í viðbót við þá 8 sem ég átti nú þegar, ásamt þremur 10 augnskugga pallettum. Inglot er pólskt merki og því ódýrast þar að versla þar, en ég fékk augnskuggan á um 900kr.

Eini gallinn að mínu mati er að augnskuggarnir hafa ekki nöfn, heldur tölur og því mjög erfitt að muna hvaða liti þú átt. Sérstaklega þar sem talan stendur einungis aftan á augnskugganum, og þegar hann er kominn í pallettuna þá er tregt að koma honum út.  Þess vegna mæli ég með að skrifa niður hvaða augnskugga þú átt áður en þú setur hann í pallettuna, sérstaklega ef þú ætlar þér að kaupa fleiri augnskugga svo þú sért ekki að kaupa sama litinn tvisvar. Því ég er klárlega sek þegar það kemur að því.

Þetta eru augnskuggarnir sem ég á:

Efri Röð : 395 170r 357 326 291
Neðri Röð : 397 154 145 409 326
Efri Röð : 383 362 371
Neðri Röð : 323 282 320 325
Efri Röð: 439 483
Neðri Röð : 450 414
Eins og þú sérð þá eru nokkur pláss laus í mínum pallettum því ég geri ráð fyrir að kaupa mér fleiri liti, helst í gær.

Eitt annað gott við Inglot er að augnskuggarnir þeirra eru Paraben-fríir og það er ekki prófað vörurnar þeirra á dýrum.

Þannig ég get auðveldlega sagt að ég mæli með þesssum augnskuggum, ég elska mínar pallettur allavegana útúr lífinu

xStefanía

4. júní 2014

Kósí Kvöld

The Body Shop - Cranberry Joy Bubble Bath

Eftir langan vinnudag er stundum nauðsynlegt að slaka aðeins á. Ég fór í froðubað með Cranberry lykt frá Body Shop sem var æði.
Hvað gerir þú til að slaka á eftir vinnu ?

xStefanía


3. júní 2014

BLOGLOVIN

Sæl veriði
Ég var að skrá mig á Bloglovin og þú getur fylgst með mér þar


xSTEFANÍA

2. júní 2014

MILANI Varalitir

MILANI Color Statement Lipstick
Nýlega bættust 4 nýjir varalitir í safnið frá ameríska merkinu MILANI.  Ég pantaði þá af vefsíðunni Cherry Coulture um daginn og hef verið ástfanginn af þeim síðan.
Þessir Varalitir eru gjörsamlega geðveikir og virkilega ódýrir, stk kostar einungis $5.50
Litirnir sem ég keypti

26 Nude Créme er geðveikur Brúnn Nude litur með smá bleikum undirtóni. Hann er fullkominn því hann er ekki of ljós en alls ekki of dökkur heldur

17 Plumrose er uppáhaldið mitt.  Hann er eins og nafnið gefur til kynna bleikur með plum-undirtóni. Hann er rosalega líkur MAC Plumful, bara aðeins dekkri

11 Fruit Punch er ljós bleikur og fínn

20 Uptown Mauve er dökk fjólublár/bleikur. Svakalega flottur og minnir á MAC Rebel




SUMAR NEGLUR

Fjólublár: You're such a Budapest Gulur:OPI Need Sunglasses? HVÍTUR: ModelsOwn Snow White

Þar sem sólin hefur látið sjá sig seinustu daga tók ég mig til og naglalakkaði mig svona fínt. Ég notaði dotting tool til að búa til blómin og tók það ekkert of langan tíma. Er rosa ánægð með útkomuna.

X STEFANÍA