15. september 2014

CLINIQUE Super Rescue antioxidant night moisturizer


Úff ég hef svo mikið að segja um þetta rakakrem, það er algjört æði og algjör bjargvættur. Smá Saga; málið er að ég var úti á Spáni núna í byrjun ágúst og brann aðeins í framan. Alltílagi með það en um leið og andlitið fór að jafna sig þá allstaðar þar sem ég brann var húðin mín ótrúlega þurr og ándjóks eins og sandpappír. Ekkert sem ég hafði með mér dugaði til að laga þessa þurru bletti og það versta var að meik sat bara ekki vel á húðinni heldur svo ég gat ekki einu sinni reynt að fela þetta. Ég var alveg að fríka út því húðin mín er vanalega mjööög oily og ég skildi bara ekkert hvað var að gerast og  kunni bara ekkert að laga þetta.

Þessvegna kom að því að ég hljóp úti apótek (okei lets be real ég hljóp ekki) og skoðaði CLINIQUE úrvalið sem var í boði í leit að kremi sem gæti lagað öll mín vandamál. Þetta rakakrem höfðaði sérstaklega til mín því ég vissi að clinique væri merki sem ég gæti treyst, því þetta merki er all about simple og er ekki með neitt drasl í vörunum sínum heldur. Þetta rakakrem er fyrir dry combination húð en er einnig fáanlegt í dry, normal og olíu húð útgáfu. Þannig allar húð týpur geta notað það.

En semsagt já það sem ég var að segja BJARGVÆTTUR ! Þetta krem gerði húðina mína silkimjúka og tók alla þurrkublettina á sólarhring í kid you not. Tvær umferðir af þessu og sandpappírinn framan í mér var horfinn. Hversu geggjað? Ef þú ert að kljást við þurra húð og ekkert hefur virkað þá mæli ég eindregið með CLINIQUE Super Rescue antioxidant night moisturizer.

XStefanía

Engin ummæli:

Skrifa ummæli