25. ágúst 2014

new in: MAC MINI PIGMENT

Vanilla, Blue Brown, Melon, Naked og Rose

Vá ég segi það nú bara sjálf ég átti alls ekki að vera kaupa mér 5 pigment, en ég bara varð. Sá þessi litlu kríli í MAC á Mallorca á bara 10 evrur stykkið. Ég veit bara næstum gefins.
Pigment frá MAC eru lausir augnskuggar sem eru mjög pigmented og innihalda efni sem hjálpar augnskugganum að haldast betur á húðinni. Þú getur bæði notað þá til að fá léttan lit yfir augnlokið eða byggt litinn upp fyrir ákafara útlit. Þeir eru silki mjúkir, mjög auðveldir til að blenda og allt í allt rosa góðir augnskuggar. 

Eins og ég sagði þá keypti ég mér 5 liti og svona er hvernig MAC lýsir þeim litum sem ég keypti mér;

Vanilla : Soft Ivory White
Naked : Fleshy Beige with Pearl
Rose : Rose with Copper sparkle
Melon : Soft bright golden peach
Blue Brown : Brown with blue/green pearl


 Þessar tvær myndir hér fyrir ofan eru af Rose, Blue Brown og Melon, nema eins og þú sérð þá er mikill munur á litunum á báðum myndunum. Það er afþví að þessir litir hafa duocrome þannig þeir virðast breytast um lit eftir hvernig þú horfir á þá. Þessir þrír litir eru crazy flottir. Blue Brown er ándjóks bara með því fallegra sem ég hef séð. Ef þú ætlaðir að kaupa þér eitt pigment þá mæli ég fyrst með honum.

Þessir tveir eru svona minna spennandi til að horfa á en Naked er ótrúlega fallegur á augnlokinu, litlu glimmerin sem eru í þessum lit sjást varla á myndinni en þau eru einmitt það sem gerir þann lit svo geggjaðan. Vanilla er einnig fullkominn highlighter litur. Bæði fyrir augnkrókinn, brow bone og líka sem highlighter á kinnbeinin.

Hvaða lit langar þér í ?

XSTEFANÍA

5. ágúst 2014

RÁÐ FYRIR GÓÐA HÚÐ

Sæl veriði, ég hef safnað að mér helling af litlum ráðum sem mér finnst að allir ættu og geta aðlagað að sinni rútínu. Sjálf fylgi ég þessum ráðum og hefur húðin mín orðin miklu betri. Ég er ekki snyrtifræðingur og veit klárlega ekki allt, en þessi ráð hafa öll virkað vel fyrir mig og langaði mig bara að deila þeim með umheiminum.


  • Það er ótrúlega mikilvægt að hreinsa allt framanúr þér á kvöldin. Það er ótrúlega vont fyrir húðina ef þú ferð að sofa með allt makeup-ið ennþá framan í þér. 
  • Það er eftilvill enn mikilvægara að þrífa andlitið líka á morgnana. Það er ekki nóg að nota bara vatn. Hrein húð er besti grunnurinn sem þú getur haft fyrir það sem þú setur ofan á, eins og meik.
  • Sama hvernig húðhreinsi þú ert að nota, þá virkar hann best ef þú setur hann beint á þurra húð. Ekki bleyta hana fyrst, sama hvað stendur á umbúðunum. Bættu við vatni eftir að þú ert búin að nudda hreinsinum yfir andlitið til að leysa hann aðeins upp. Pældu aðeins í því, hefurðu einhverntíman farið í húðhreinsun á snyrtistofu þar sem snyrtifræðinguinn hefur bleytt á þér andlitið áður en hún hreinsaði húðina... hélt ekki.
  • Ekki kaupa húðvöru sem á umbúðunum stendur "Foaming". Til þess að húðhreinsir freyði upp þá þarf yfirborðsvirkja/surfactant - og yfirborðsvirkjar gera húðina alkaline. Auðveldasta útskýringin mín á þessu að það er eins og húðin sé núll-stillt og núll-stillt húð hefur engar varnir fyrir bakteríum. Sem gerir það að verkum að bólur fá betra umhverfi til að slá rótum og dreifa sér á húðinni. Það allra versta við þetta er að húðhreinsar sem eiga að vera fyrir bóluhúð eru oftast freyðandi sem er það versta sem bóluhúð getur notað. EKKI nota freyðandi húðhreinsa, bara aldrei.
  • Alkóhól er stórt nei þegar það kemur að húðvörum in general. Alltaf þegar þú ert að kaupa húðvörur þá er mikilvægt að lesa innihaldið. Ef það stendur Alcohol Denat, Cetyl Alcohol eða Ethanol þá skaltu forðast þær vörur. Sama hvað umbúðirnar segja, ef það er alkóhól í vörunni þá er hún ekki að fara gera neitt gott fyrir húðina. Alkóhól eins og ég útskýrði áðan núll-stillir húðina. Húðinn líður oft mjög vel eftir að hafa verið þvegin með Alkóhól hreinsi, sérstaklega olíuhúð því húðinni líður eins og hún sé svo hrein. Sem hún er, ená ður en þú veist af er hún öll uppþurkuð og í bólum því Alkóhól er vont fyrir hana.
  • Ef þú notar sólarvörn (SPF) eða meik með sólarvörn þá þarftu að hreinsa andlitið tvisvar, einu sinni er ekki nóg til að fjarlægja sólarvörnina. Helling af fólki notar ekki andlitssólarvörn því þau halda því fram að hún valdi bólum, en það gerist bara afþví sólarvörnin er ekki almennilega þrifin af. Sólarvörn er hönnuð til að sitja lengi á húðinni. Taktu þér tíma til að taka hana alveg af.
  • Notaðu vatn og þvottapoka til að taka húðhreinsinn af. Ekki nota bara bómull. Þvottapokinn nær öllu af og hann virkar einnig eins og léttur skrúbbur.
  • Ekki drekka of mikið áfengi. Áfengi er rosalega vatnslosandi og að mestu leiti sykur. Þetta þurrkar húðina alveg upp sem fær hana til að blossa upp í bólum. Þetta á sérstaklega við um Breezer og svoleiðis drykki.
  • Flestar olíur eru góðar fyrir húðina, en ekki Mineral Olía. Mineral Olía virkar þannig að hún situr ofan á húðini eins og plastfilma og kemur í veg fyrir að allt annað sem er sett ofan á hana komist að. Svo ef það er mineral olía í rakakremi þá komast efnin sem veita rakann ekki að því olían stoppar þau. Alltaf þegar þú kaupir húðsnyrtivörur þá er nauðsyn að kíkja á innihaldslistann og ef þú sérð Mineral Olíu, slepptu að kaupa sama þó kremið sé Esteé Lauder. Mineral Olía er stórt NEI.
  • Acids eða sýrur eru góðar til að hjálpa húðinni að endurnýja sig og losa hana við bólur. Góðar sýrur eru Salasylic, Lactic og Glycolic sýrur.
  • Ekki nota þessi Blackhead removing Strips. Þau rífa húðina ég endurtek RÍFA húðina. Á svæði sem er nú þegar viðkvæmt af bólum þá villtu ekki búa til sár. Bakterían nær þá bara að dreifa sér ennfrekar og þú færð fleiri bólur. 

Takk fyrir að lesa þessa ritgerð hjá mér, ef þér langar að vita meira um eitthvað sérstak endilega skildu eftir komment og ég get farið í meira detail um það atriði.

XSTEFANÍA