25. ágúst 2014

new in: MAC MINI PIGMENT

Vanilla, Blue Brown, Melon, Naked og Rose

Vá ég segi það nú bara sjálf ég átti alls ekki að vera kaupa mér 5 pigment, en ég bara varð. Sá þessi litlu kríli í MAC á Mallorca á bara 10 evrur stykkið. Ég veit bara næstum gefins.
Pigment frá MAC eru lausir augnskuggar sem eru mjög pigmented og innihalda efni sem hjálpar augnskugganum að haldast betur á húðinni. Þú getur bæði notað þá til að fá léttan lit yfir augnlokið eða byggt litinn upp fyrir ákafara útlit. Þeir eru silki mjúkir, mjög auðveldir til að blenda og allt í allt rosa góðir augnskuggar. 

Eins og ég sagði þá keypti ég mér 5 liti og svona er hvernig MAC lýsir þeim litum sem ég keypti mér;

Vanilla : Soft Ivory White
Naked : Fleshy Beige with Pearl
Rose : Rose with Copper sparkle
Melon : Soft bright golden peach
Blue Brown : Brown with blue/green pearl


 Þessar tvær myndir hér fyrir ofan eru af Rose, Blue Brown og Melon, nema eins og þú sérð þá er mikill munur á litunum á báðum myndunum. Það er afþví að þessir litir hafa duocrome þannig þeir virðast breytast um lit eftir hvernig þú horfir á þá. Þessir þrír litir eru crazy flottir. Blue Brown er ándjóks bara með því fallegra sem ég hef séð. Ef þú ætlaðir að kaupa þér eitt pigment þá mæli ég fyrst með honum.

Þessir tveir eru svona minna spennandi til að horfa á en Naked er ótrúlega fallegur á augnlokinu, litlu glimmerin sem eru í þessum lit sjást varla á myndinni en þau eru einmitt það sem gerir þann lit svo geggjaðan. Vanilla er einnig fullkominn highlighter litur. Bæði fyrir augnkrókinn, brow bone og líka sem highlighter á kinnbeinin.

Hvaða lit langar þér í ?

XSTEFANÍA

Engin ummæli:

Skrifa ummæli